Fagurt er hljóðið
og kyrrðin
hurðin opnast
það brakar í henni
þegar ég næ andanum

Svartur reykur
umlykur líkamann
hjartað slær hratt
og lungun kvarta
önnur sprengja

ég næ ekki andanum
þögnin er látin
hurðin horfin
hvar er mamma
því ég næ ekki andanum
————————————————