myrkrið gjörðir mínar – einu sinni leyndi
minnið uppeytt bældi – niður fornan grátinn
niður hvarma mína – aftur sýran streymdi
sorgir fann ég klifra – aftur upp í bátinn
svo ég núna ætla – að stökkva fyrir borð…

gamlar kenndir koma – aftur inn í huga
kæla niður vonir – um að vakni friður
sífelldar tilraunir – vildu ekki duga
svo aftur nú ég fell – ennþá lengra niður
sekk nú lengra niður – og allt í sama horf…

halló myrkur, gamli vinur
orðinn leiður orðinn linur
aftur finn ég koma tárin
er ég hugsa aftur árin
er ég hugsa aftur sárin…

hvaðan koma tárin? – veit ei hverju sætir
hvernig vaknar sorgin? – ekkert vakti minnið
veit því miður ekki – hvað mig núna grætir
meðan leiðinn dafnar – sýkist lúið sinnið…

halló myrkur, gamli vinur…
orðinn leiður orðinn linur
hjálpa þú mér aftur niður
inn í sjálfsvorkunnar iður
fastur aftur þar því miður…

hvaðan kemur leiðinn? – hvað hvílir að baki?
hvernig vaknar þetta? – að mér ekkert amar
fjandinn hefur aftur – náð á sálu taki
finn ég takið harðna – sársaukinn mig lamar…

halló myrkur, gamli vinur
orðinn leiður orðinn linur
hjálpa þú mér aftur niður
inn í sjálfsvorkunnar iður
fastur aftur þar því miður…



fastur aftur niðr’í – sjálfvorkunnar heimi
ég vil núna vita – hverju þessu sætti?
fjandinn hafi lífið – aldrei leiða gleymi
lifnað hefur eitthvað – sem mig áður grætti…

eitthvað hefur lifnað – sem mig áður grætti
hvað í heimi vekur – öllu gömlu tárin?
reyni nú að muna – eftir öllum mætti
hvaðan sorgin kemur – hugsa aftur árin…

hugsa aftur árin
hugsa aftur sárin
hugsa aftur tárin
og sekk því lengra niður
í sjálfsvorkunnar iður

halló myrkur, gamli vinur
orðinn leiður orðinn linur
ein í kulda sál mín stynur
því hún veit hún fellur niður
inn í gömul og gleymd iður…

inn í sjálfsvorkunnar iður…




-pardus-


***Setningin “Halló myrkur, gamli vinur” er tekið úr byrjun Sounds of Silence; “Hello darkness, my old friend.” Þetta ljóð er ekki samið til að lýsa ástandi mínu þessa dagana – þó maður sé vissulega oft pirraður á helvítis veðrinu og fleiri tilfinningum er skapið ekkert svo slæmt ;) Meira samið sem þungarokksteksti – og yrði ábyggilega ágætur sem slíkur.***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.