Þú flaugst eins og fugl inní líf mitt
göfgaðir sál mína með nærveru þinni
birtir upp dag minn með návist þinni
og snertir hjarta mitt með ást þinni

Hvert orð sem þú mæltir flaug inní hjarta mitt
og settist á þartilgerðann stall
eins og hrafn með gullhring
sem hann sleppir aldrei

Hvert bros sem þú sendir mér
strokaði burt örlítið af hatri mínu á mannkyninu
og veitti mér von
um að gott fólk fyndist enn.

Þegar þú horfðir á mig tómum augum
var eins og blóðið frysi í æðum mér
gullhringurinn var horfinn og hrafninn lá hreyfingarlaus á bakinu
þú fékkst þó kistu.