Minningar

Koma…fara…gera…vera
minningar um verra líf
vonir um betra líf
en vera staddur í engu lífi

Hvort er betra
lífið eða dauðinn
minningarnar eða nútíðin
sorgin eða vonin

Hvert ertu að fara
hingað…þangað…ekkert….eitthvað
hver veit
en við endum samt á sama staðnum.

Hamingjusamur eður ei
einn daginn áttu ekkert nema minningar
góðar eða vondar
hver veit

Sorgin grípur
og tárin afmynda minningarnar
þær verða allar eins
sorg…gleði..hlátur…grátur

Notaðu tímann
lifðu núna
bráðum áttu ekkert
nema minningar

sem eru afmyndaðar af sorg og eftirsjá.