Vegurinn ávalt vísar
þér sömu leiðina
eitt spor útaf
og aldrei aftur heim

Dauðinn syngur þér
kveðjuljóð
hljómfagurt hvísl
í hinstu andrá

“Aldrei þú munt gleyma
en aldrei sagt frá
hver tilgangur var þess
er þú hvarfst frá

Viljandi gakktu
í gegnum lífsins tár
velkomin ertu
í þína dýpstu þrá”