Langar endilega að vita skoðun ykkar á þessu ljóði :P


Tíminn líður, frá ári til árs,
Og stöðvast ekki.
Hugsar maður, ég vil vera hér,
Ég vil ekki að tíminn líði.
En maður getur ekki stöðvað tímann,
Með því einu að vilja það.
Rétt eins og að opna augun
Og getað enn verið sofandi.
Frá litlum barna skóm,
Yfir í íþrótta skó,
Frá íþrótta skóm,
Yfir háhælaða skó.
Blekking á sér stað,
Því í fyrradag gekk ég í barnaskóm,
En þó ekki…..
Því þarna á milli líða ár.
__________________________________