Glansandi hnífsblaðið leikur við úlnliðinn
bara smá afl og það fer að flæða.

Glansandi hnífsblaðið litast rautt
á meðan að húð mín verður hvít.

Mátturinn rennur út með blóðinu
og leggst á gólfið.

Ég leggst við hliðina á honum og ligg bara þar
Við erum saman en ekki lengur hluti af hvort öðru.

Við gerum okkur grein fyrir því,
að án hvors annars erum við ekki neitt.

Þá býður dauðinn góðan daginn og tekur okkur með í langferð.