Vofan(ljóð) Sveitin er græn
ferðast ég þar um
Uppskeran er væn
en reyndar deyja blómin sum
það var einn vetur
þegar nótt var dimm
að eitt stráktetur
sem aðeins hafði öðlast vetur fimm
fór út að leika
með gullin sín smáu
að hann sá vofu um reika
og þar sauðirnir lágu
Vafðist um hann ótti
sá hann að veran nálgaðist sig
og fann að hún á hann sótti
og kall’að á mig
ég hljóp út
ég hljóp hratt
en datt um dauðan hrút
því miður var þetta satt
og drengurinn farinn
á braut
en næsta dag grafinn
er vofan hraut.



Þetta er smá ljóð en ég hef verið að semja ljóð frá 6 ára aldri og þetta er þegar ég var að leika mér með víxlrím og svona smá saga í leiðinni en ég geri mikið af sögu ljóðum…..vona að ykkur líki þetta :D:D