Orð -bara orð
nokkur skrítin orð
þú læddir þeim að mér og
tíminn hætti að líða
orðin héngu bara þarna í loftinu
og hlógu að mér
og ég, agnarsmáa ég
reyndi að taka inn merkingu þeirra
reyndi í hljóðlausri undrun
að skilja hvernig
ég gat fundið svona til
bara
undan orðum