Hvað er minna en minnst



Í vísindum gerast hlutir hægt
hafnað flestu upp er kemur.
Öllum veilum í burtu bægt
bestu haldið öðrum fremur.
Ánægjulund og harmi lægt
leggur hver sitt fram og temur.

Nú birti mennta blaða heimur
breytta ímynd heims í haust.
Niðurstaðan er kunnur keimur
könnuð smækkun endalaust.
Í kjarna mylsnu hrífur hreimur
hulu svipt og kynnt með raust.

Í glundroðans kjarna sá hann sýn
það smæðsta var minna en minnst.
Vísindahópurinn reyndi þá rýn
rafeindum sundra í efnið þynnst.
Agna smá sindrin efnin fín
eins og gufa sem ætíð finnst.

Líftíminn leiftur sem af sverðum
silljóna andrá í hverju augnabliki.
Kvarkar eru þrír í kjarna gerðum
kominn upp vandi er veldur hiki.
Efnið dýpra vikta betur verðum
að villunum leita í eindanna ryki.

Fimm eru kvarkar í faðmi einum
framtíðar óvissa kenningu ræða.
Eindum sundrað af eind í meinum
aðrir reikna leyndarhulu fræða.
Ég nærri ferlis þræði náði beinum
nýrri hugsun boðin kenning klæða.