Ég bíð óttaslegin.
Kalt andrúmsloftið frýs raddböndin,
uppgufun að innan þurrkar góminn.
Loðnir geitungar hamast um í maganum,
berjast um að komast út.
Útlimirnir titra af spennu og kvíða.

Ég er kynnt.
Ég heyri hátt lófatak,
sem víkur fyrir þungri þoku í eyrum mér.
Geislarnir skerast í augun,
ég lít undan og sest.
Þögn kemur á múginn sem starir.

Ég reyni að byrja.
Ég leita innra með mér af einhverju til að túlka,
en það er ekki þar sem það var fyrr í dag.
Ég stend upp, full af kvíða eins og fyrr,
með titrandi útlimi, og sest aftur niður.


Ég byrja.
Ég er ein í þessum heimi með því.
Ég er búin.
Ég stend upp og heyri dinjandi lófatak.
Ég brosi, beygji mig og fer burt.