Regnið fellur
í stríðum straumum
niður niður
niður götur og torg
og endar í hafinu.
Vináttan er eins og regnið.
Fersk, fallandi
fellur í hafið.
Hafið er óendanlegt
líkt og vináttan.
Vináttan er allt um kring
Það þarf aðeins að horfa á
til þess að sjá það
að hún er til staðar
að hún er óendanleg.
En þó þarf einnig að vera varkár
því hafið getur varpað yfir þig öldu
og á svipstundu er allt farið
þar á meðal þú sjálf.
Vináttan er ýmist
óendanleg,
eða svikul.
Líkt og hafið
mun ávallt vera.

spotta/01