Kynning..“hæ, þetta er vinkona mín”
og ég fæ eitthvað skrítið í hálsinn.
Horfi á þig, brosi og segi “gaman að kynnast þér”,
kurteis eins og vera ber.
Horfi kannski aðeins of lengi
en það er í lagi, er það ekki?
Horfi á þig og hugsa
að svona væri ég til í að vera;
með brosandi augnaráð
og afvopnandi bros.
Þú svona hefur eitthvað við þig
og ég túlka það sem orðlaust hvísl
til mín.
Hvísl sem vegur að mínum verðleika.

Ef ég væri strákur væri ég
skotinn í þér,
myndi daðra við þig,
tæla þig,
gæla við tilhugsunina um að brjóta þig
en að lokum beygja mig fyrir
ósnertanleika þínum
og elska þig…

En vá, man allt í einu að ég er stelpa.
Set upp flörtlúkkið
og kynni mig fyrir næsta strák.
There is no sin but stupidity. (Oscar Wilde)