Í aldir Ægis brimaborgin brýtur
bergsins stál sem feyskin við.
Aldrei hrannarfaldsins þrekið þrýtur
þrýstist skafl í bergsins hlið.
Grundin mylsnu hamars hlýtur
hrynur undan máttka nið.

Agnar hríslan úr smáum vexti verður
viðamikil að rót og greina stærð.
Með umhirðu er lífi grunnur gerður
greinafjöld til viðhalds færð.
Bolsins gerð af litningunum lærður
laufsins króna af sunnu endurnærð.

Sterkir menn hér stöðugt undan láta
stofnar þeirra feyskna líkt og annað.
Afl það allt er strákar hafa að státa
stirðnar hversu vel þar allt er mannað.
Beinagrindur morkna af eðlis máta
molnar allt týnt og illa kannað.

Angar smáir telja einkar mikilsvert
ofursterkir verða úr hverri líkamsraun.
þjálfun öll úr kerfum grunnum gert
greinafjöldi skapar hærri laun.
Sumt má ekki segjast opinbert
sálarþroskinn fyllir matarbaun.