30.11.2002












Við Jólin höldum hátíðleg
helgin mest á þeim.
Kristið vald á kunnan veg
kennt um allan heim.
Menntunin er margvísleg
menguð auðsins keim.

Lítum fjöldann er líka þarf
langmest af nytjahlutum.
Lífið erfitt við strit og starf
stöðugur hugur á putum.
Flutt er burt með föður arf
úr fráleitu valdi við lutum.

Kæta vildi með kærri gjöf
er kostar ekki svo lítið.
Erindið þolir alls enga töf
engum hér þykir skrítið.
Gefur pakka í gnægta höf
gjöfin er hlýtt og nýtið.

Rennur flest úr ranni þess
er raunar hefur fengið fró.
Aldrei mun hann öðlast sess
elllegar lifa í frið og ró.
Vakni að morgni vinur hress
velkist áfram hugsun sljó.

Annar háttur og önnur hlið
algjör skortur nokkur.
Á vistar stöðum víðast bið
varan fimmti flokkur.
Fullgott talið í fátækt lið
er fyrrum var með okkur.

Ljóssins jól og veröld vona
vekur ást í mannsins huga.
Lífið verði sem ég vona
að vinátta og friður duga.
Guði nægir karl og kona
kærleik saman illsku buga.

Jólin leggja rækt við rætur
ríkulegt er kærleiks flas.
Vert er góðar hafa gætur
gleymi engin að arga þras,
Eyðir gleði og mektar mætur
er merkir áar skópu fas.

Alla þætti oftar gefa sér
alúð leggja í vina mál.
Ástúðar njóta þeir af þér
þannig brýnist harða stál.
Hugnist breyta heimi vér
í hamingju og ástarprjál.