Skuggi í skjóli nætur
snýr gömlum hurðahún
svala í húmi grætur
ég spyr mig “Sefur hún?”

Ég man hvað mér fannst frábært
að láta kítla mig
“nei pabbi, ekki!” og hlátrarsköllin fylgdu
en nú er orðið óbært
að láta snerta mig
“nei pabbi, ekki” og ekkasogar fylgja

Gustur undir sængina
kunnulegur kökkur
“Sussu, litli drengurinn,
ekki vera klökkur”