Far vel
Veröld
Feikifríða
En gagnslaus mér

Eigi veit ég
Svo gjörla
Hversvegna
Ég er hér

Ég er ein af
Leikurum lífsins
Án þess að þekkja
Hlutverkið

Mætti gjarna fæðast
Aftur
Stálminnug, með
Sterkan vilja