Ég gaf þér augu mín
og þú myrkvaðir þau í tárum.

Ég gaf þér hjarta mitt
og þú saxaðir það niður með orðum þínum.

Ég gaf þér framtíð mína
og þú litaðir hana svarta.

Þegar ég átti ekkert til að gefa
gréstu krókódílatárum og gekkst á braut.