Hafið þið ekki oft lent í því að þið eina stundina eigið heiminn og allt er að rokka en svo “out of the blue” verður allt ömurlegt og manni líður eins og þannig verði það alltaf? Soldið þunglyndislegt en….
Þetta ljóð var samið eftir einn þannig dag:

Neongræna hrímið endurkastast frá skítugu malbikinu,
flýtur um loftið í stutta eilífð.
Ég baða mig í allri ljósadýrðinni með opinn huga,
er kínverskur heimspekingur.

Tunglið glottir við tönn og ég ulla á móti,
snýst hring eftir hring.
Ég skil allt, veit allt-allt er vænt sem vel er grænt,
svört lada þeysir framhjá og skilur mig eftir í drullupolli.

HGD