Hér er ég að miðla
eins og gömul fiðla
minni reynslusögu
hér í þessari bögu.
Þegar ég var fimm ára
hlaut ég margra sára
er ég valt og datt
en það er alveg satt.
Þá fékk ég hjólastól
sem er alveg frábært tól,
eigi vil ég hann missa
eruð þið nú hissa?
Margir á mig glápa
eins og gömul sápa
þegar ég á vélstóli þýt
og á Kringluna lít.
Ekki glápa svona á mig
þetta getur líka hent þig.
Nú er ég tólf ára strákur
bæði glaður og kátur,
fer oft út með minn hund
og stundum í sund.
Í stærðfræði er ég góður
og í öðru líka fróður.
Hafið þetta í HUGA
nú læt ég þetta duga.
WHAT?