Heimiliserjur

Það lá í molum
á óánægðu trégólfinu
sem var lemstrað eftir stríð riddaranna

Trésverð og plasthjálmur
kúrðu sig í teppið

Hurðin var skefld
fækkað hafði í her skófatnaðarins

En ekkert var jafn óafturkræft
og glasið
sem lá í molum á óánægðu trégólfinu
If you want to make an apple pie from scratch, you must first create the universe.