Litli Jón og litla Gunna
keyptu hús og eplarunna
liðinn er einn dagur
og bráðum sest sunna.

En það er búálfur í bænum hér
og sá heitir Baldur.
Við að pína og kvelja skemmtir hann sér
en styttir öðrum aldur.

“Uppi á lofti ég húki einn,
fúll á móti gleður mig
Ég er vondur jólasveinn
”Jón“ ég ætla að drepa þig”.

Búálfurinn fer á kreik
og setur á sig höttinn,
meðan Jón og Gunna borða steik
borðar Baldur köttinn.

“Ég geng um gólf líkt og vofa,
ég er búinn að velja hníf
Einhvern tímann ferðu að sofa
þá ég augun úr þér ríf.”

Nú er nóttin lögðst yfir
Jón og Gunna sofa rótt,
hvorugt ykkar lengi lifir
Þið munuð bæði deyja í nótt.

Í litla Baldri er mikill kaftur
Jón rumskaði og setti upp svip
og vaknaði aldrei aftur.
En álfurinn fékk höfuð í minjagrip.

Gunna lifði lítið lengur
og hún dó eins og hin.
En í bangsa var mikill fengur
og álfurinn eignaðist nýjan vin.

ÞAð er búálfur í bænum hér
og sá heitir Baldur
við að pína og kvelja hann skemmtir sér
og styttir öðrum aldur.