GÖNGUFERÐ UM LÍFIÐ
ALLT GETUR GERST
GUMINN OG VÍFIÐ
ALLT ÞETTA FERST

VIÐ TÖKUM EINN DAG
OG LIFUM Í NÚI
VINNUM OKKAR FAG
SVO VEL VIÐ BÚI

SOFANDI SUMIR BARA
SJÁ ÞAÐ OF SEINT
AÐ ENGINN MÁ FARA
FYRR EN ALLT ER FULLREYNT

ÞAÐ ÞROSKAR OG ÞREYTIR
OG GEFUR OSS LÍF
HUGARFARI BREYTIR
NÚ BURTU ÉG SVÍF