Hækur eru stutt ljóð sem eru þrjár línur og Japönsk að uppruna. Þær meiga ekki vera meira né minna en þrjár línur. Í fyrstu línunni eru 5 athv. þ.e. 5 sérhljóðar, Í annari línunni eru 7 athv. og svo í síðustu línunni aftur 5 athv. Hér er dæmi um týpíska hæku:

Í grenitrénu
Syngja tveir þrestir saman
Það er komið vor

Hækur verða helst að verða svona:

Hvar: Í grenitrénu
Hvað: Syngja tveir þrestir saman
Hvenær: Það er komið vor

(ATH. má benda á að Hvar Hvar og Henær þarf ekki að fylgja hækunni)

Hér eru nokkrar hækur sem ég samdi:

Úti í snjóinn
Hendir Sara mér bráðum
Vetur í skólanum.

Í dagatali
Tel ég dagana mína
Bráðum kemur vor

Á stigagangi
Hleyp ég niður tröppurnar
Ég er alltof seinn

Í skólastofu
Sit ég og læt mér leiðast
Þar til klukkan tvö

Auðvelt er að semja hækur, reynið þið bara. Takk fyrir mig og ég vona að þetta hafi verið fræðandi og skemmtilegur lestur.

Bestu hveðjur: ZomB