Inni í húsinu
Kvelst ég af útþrá
Veturinn er kominn.

Fyrir utan heimilið
kvelst ég af heimþrá
Dagsins önn er hafin.

Hvar sem ég er
fylgir mér óvissan
kvöldið er komið.

Í rúminu sef
Martraðir angra mig
Nóttin er hálfnuð.

Ég stend við rúmið
Brýt það niður
Nýr dagur er hafinn.