Góðan daginn, hér eru nokkur ljóð semað ég náði að
sjóðasaman. Hér koma þau:

Bíllinn keyrir um göturnar,
að viðra gamla feldinn.
Ég vatni fylli föturnar,
til að slökkva eldinn.

Ég grunlaus sit og hlusta,
á Djustin Timberleik
Ég hárið mitt svo bursta,
því það er ekkert feik.

Um sléttu bláu göturnar,
bláa fólkið gengur.
Ég stíg í bláu föturnar,
Þetta gengur ekki lengur.

Upp á grindverki,
villtir kettir raula.
Ég vakna með grófa höfuðverki,
vekjara klukkan er að gaula.

Maggi hét mörgæs,
mörgæsin sú.
Hún vaknar með hæsi,
vinur hennar er kú.

Ég reikna og reikna,
og bíð eftir bjölluni.
Ég fer heim og teikna,
heima í höllini.

Systir mín les,
bækurnar mínar.
Úti snjórinn fellur á nes,
og börnin leika sér með þoturnar sínar.

Núna eru kvæðin,
alveg búin.
Stöðvast hafa flæðin,
sem að eru snúin.

(Ath. Ég hata Djustin Timberleik) Jæja endilega sendið álit og
gagnrýni á þessari sýru.

Takk for meg. Hacki
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi