Hún stendur á hlemmi
heimilið í rúst,
hún heldur á gömlum strætómiða
lífsins klukkur tifa,
henni langar ekki að lifa
henni er svo kalt,
hún þorir ekki heim
finnst hún vera ein,
særð og sár
Nei! þetta er ekkert fjandans ástarfár
þetta er alvara,
tárin renna úr hennar augum
vandamálin hrannast upp í haugum,
hún þekkir engan og á engan að
hvert á hún að fara?
stekkur inn í strætó
til að hlýja sér,
vonlausar vonir um ást
sem aldrei var til,
strætóinn keyrir um götur og stræti,
marga tíma situr hún
og horfir út um gluggann
með tár á kinn,
annarshuga og einmanna
í öðrum heimi.
Fegurðin er í augum sjáandans…