Ísköld haustnóttin
við gengum tvö ein
tvö líf þar mættust
tveir heimar þar sættust.

Tíminn stóð kyrr
í augunum þínum
þú tindaðir stjörnur
á himninum mínum

Við hlupum tvö saman
í rigningarúða
tvær fagnandi sálir
dregnar á tálir

Þú faðmaðir mig
líkt og elskendur forðum
á augnabliki einu
varð ást mín að orðum

Hinn hluta míns hjarta
hinn blæðandi bróður
þú gafst mér að gjöf
sem og himna og höf

Með gleðinar tár
á rökum hvörmum
þú bauðst mér í heim þinn
með útbreiddum örmum

Svo trú og svo tær
sú tálsýnin virtist.
Allt varð það að ösku
þegar sannleikurinn birtist.

Innan þess eina
múrs sem ég reisti
bjó þjáningin sára
sem úr læðingi leysti

Harðræði það sem
ég sjálfum mér sýndi,
túlkað með tárum
þegar ég lífinu týndi

En veikleiki minn
var að þrá ekki heitar
það eina sem í myrkrinu
hjartað að leitar.

Samið í afneitun vegna kulda raunveruleikans