SEINT ER AÐ KVELDI KALLAÐ
ÓMURINN BERST ÚT UM BÆ
Í SKÚMASKOTUM ER BRALLAÐ
OG ENGU BREYTT ÉG FÆ

EINNIG ER OPNAÐ Á GÁTT
GLUGGAR AÐ SÁLARTETRI
BARDAGINN HEFST NÚ BRÁTT
HVER OKKAR SÉ NÚ BETRI

MARGT VILL AÐ LOKUM FARA
BETUR EN HORFÐIST Á FYRST
ÞÓ LEITUM VIÐ ÖLL ÞEIRRA SVARA
ÁÐUR EN SANNLEIKUR UM OKKUR SPYRST

BARDAGINN VAR Í RAUN HÁÐUR
VIÐ ÓÖRYGGIÐ EITT
KANNSKI VAR ÉG OF BRÁÐUR
ÞETTA VAR ALLS EKKI NEITT