þú ert örlítil fruma
berst fyrir lífi þínu
syndir á ógnarhraða
upp leggöngin
finnur frið
í eggi
sameinaðir stöndum vér
og verðum eitt
—
níu mánuðir
og barn er fætt
mjúkur móðurfaðmur
og grátur af beggja hálfu
tilveran ósköp notaleg
og örugg
—
nokkur ár
og þú ert bara fyrir
daglega er hrópað
og öskrað
kallað
og æpt
þú ert barin
í svaðið
og skilin eftir
í sárum
það á þig enginn
og þú átt engan að
því það grætur enginn fyrir þig lengu
