Ég sit hérna,
stari út um gluggann.
Fylgist með þungbúinni skýjaslikjunni,
hlykkjast makindalega niður Ásfjallið.
Og ég stari,
út í gráhvítann veruleikann sem á að kallast minn,
og þó kannski ekki.
Legg höndina á glerið,
kalt glerið sem virðist skilja okkur að,
mig og hana.
mig og raunveruleikann.
Ég stari á hana.
Ég er hinum meginn við gluggann minn….