Ég leit inn í fataskápinn að morgni
úrill
og sá;
að góða skapið átti eftir að þvo
eftir gærdagsins ólgur
og sjálfstraustið lá þarna óstraujað
og krumpað af þér

Svo ég klæddi mig viðkvæmninni

Bara verst að þetta var eilítið eins og að klæðast
nýju fötum keisarans;
það sá þau enginn nema ég