nú einskis mun saknað
og ekkert þráð
nú hef ég vaknað
og sofna ekki í bráð

þó heimleiðis reiki hugsunin
til hússins gamla og blessunin
hún mamma hími við gluggann
ég held nú útí skuggann

með engar vonir í malnum
ég flýg burt úr heimadalnum

þreytist hugur, þrýtur mátt
þróttur er að hverfa í aðra átt
hugurinn leitar hátt
í himinhvolfið blátt
útí heiminn ég halda munum brátt

systkini, frændfólk og foreldrar góðir
nú skil ég við fornar heimaslóðir
og við skiljum í samlyndi og sátt
því seint er hægt að tapa því sem þú aldrei hefur átt