Ég gleymi sjálfsagt aldrei (frekar en þið)fréttamyndunum frá Ísrael þar sem sýnt var þegar Ísraelsmenn skutu littla drenginn við vegginn og særðu pabba hans.Þá rifjaðist upp fyrir mér ljóð sem mamma mín las oft fyrir mig í æsku (bað hana víst að fara með það aftur og aftur),ljóðið er eftir Kristján frá Djúpalæk


SLYSASKOT
Lítil stúlka,lítil stúlka
Lítil svarthærð dökkeygð stúlka,liggur skotin
Vínrautt blóð í hrokknu hári,höfuðkúpan brotin.


Ér er dáti dagsins djarfi,dáti suður i Palestínu
En er kvöldar,klökkur stend ég einn
kútur lítill mömmusveinn


Mín synd er stór ó bróðir minn
Svarið get ég feilskot var það
Eins og hnífur hjartað skar
Fyrirgefðu fyrigefðu anginn litli anginn minn
Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn

Kristján frá Djúpalæk


Enn í dag fæ ég gæsaúð þegar ég les þetta ljóð,en spurningin er hvernig líður Ísraelsku hermönnunum ??? Var það feilskot??