Þau skilja´ekki mömmu, meika´ekki pabba
sem vilja um allan fjandann rabba
en orð eru ekki allt
þegar sálu er kalt.

Það sem hlekkir, í gildur setur
er ávani manna, svo um getur.
Eiturlyf og vínið sætt,
getur einmana hjarta brætt.

Þau lifa í móðu, lyfi góðu.
Heilinn rotnar, viljinn brotnar.
Leyniorð að lífinu satan selja
þau segjast ekki hafa um annað að velja.

Við feykjumst áfram á lítilli von
og biðjum drottins heilaga son
um hjálp fyrir þau sem skilja´ekki þetta líf
og enda í horni, uppdópuð og stíf.

Að lokum þau lamast í eigin hlandi
leystu sinn vanda með einu bandi
Syrgjandi fjölskyldur skilja´ekki það
Þau vildu´ekki rabba um það sem var að.

Því bið ég þig vinur minn
að hlusta á félaga þinn.
En mundu, að orð eru ekki allt
þegar sálu er kalt.