Ég kæli þig kviklinda
hverfula þrá.
Sker úr mér hjartað, hengi það upp
heimur skal sjá.

Ég held í þig hikandi
hrokafulla ást.
Engin tár vegna einskis missis
í augum mínum sjást.

Ég krýp hér kjökrandi
og kertið flöktir.
Blæs lífi í bálið sem í
byrjun þú slökktir.

Engin orð svo ögrandi
engin stunga svo sár.
Að ég hugsi ekki ennþá til þín
eftir öll þessi ár.
Gríptu karfann!