Það er bil milli lífs og hins liðna
Og þar ég tóri, starandi

Jökulkalt frosið andlitið!

Titrandi blá augun

Með spegilmynd dauðans í fingurgómunum

á lífi?

Ef ég einblíni stöðugt á endann
er ég þá að lifa?

Bilið milli hugsana minna frýs
og deyr í þögninni sem rofar með innöndun
og ég brosi með ásýnd dauðans
grátandi mér við hlið

Loksins ég skil!

Það er bil milli lífs og dauða
Og þar ég sit
þar ég sit