Stúlka í sætum sumarkjól.
með eyðublað í hendi
…Ég sæki um að fá hlýu
Gætirðu komið aftur að ári,
megum víst ekki úthluta meir

Móðir í svörtum sorgakjól
með eyðublað í hendi
…Ég sæki um að fá dánarvottorð
dóttir mín dó úr kulda.
Að sjálfsögðu, augnablik…
“ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn”