Hann er eilífur, sannur og ódrepandi
engill í dag.
Og til hans ég yrki nú hálfsofandi,
heimskan brag.

,, Þín sál er horfin til himingeima
heiminum frá.
En tónar þínir og textar sveima
tunglinu hjá.

Það man þig sjálfan margur manna,
og músíkin ein
er vistuð í múrverki minninganna,
meitluð í stein.”

(Ef einhverjum fannst eitthvað að þessu ljóði
er ekki hægt að gera neitt í því.
Ég veit það var ekkert vit í þessum viðbjóði
því vitleysan er búsett höfundi í.)

——————————————–

Já, ég veit að það er hræðilegt að semja svona hroðvirki um annan eins mann, en stundum getur maður ekki stillt sig… kannski ég fari bara á námskeið í sjálfsstjórnun á næstunni?