Í gegnum síðustu laufblöðin á greinum
reynisins sem hneigði græna krónu sina
svo tignarlega til mín í sumar
smýgur rauðbleikur bjarmi borgarljósanna
frá haffletinum inn um gluggann til mín,
Eftir götunni ferðast nokkur einmanna laufblöð
í samfylgd ískaldra vinda.
Í kvöld finn ég að haustið er að koma
það horfir á mig líflausum gráum augum
sem vænta einskis og horfa bara í gegnum mig.