Mér finnst alltaf svo ódýrt að senda bara inn eitt ljóð, svo hérna eru tvö stykki.
PS: Nöfnin eru í vinnslu :/
Ótti
Kalt sló hjartað
biturt, hrætt
þakið myrkum grímum.
Allt það hatur
sem aldrei var rætt
er í æðum mínum.
———————————
Ást
E itt sinn var mér svo oft sagt
að ástin væri svikul.
Hún stingur, svíður, brennur allt
og er víst afar hvikul.
Ég hugsaði um það dag og nótt
en varð þá eins og álfur.
Skildi ég þá að ég yrði að
komast að því sjálfur.
Nú bíð ég enn og hugsa oft
um hvernig vær'að særast.
En samt verð ég aldrei engu nær
og er ég nú að ærast.