Myndin af þér
liggur á stofugólfinu
brotin.

Þegar ég sópa upp glerbrotin
finnst mér eins og ég sé að sópa upp líf þitt.

Og hér er ég
alein
og yfirgefin
Með glerbrot á gólfinu
til minningar um þig.