Blekkingin er að ná tökum á mér,
ég finn það.

Ég iða í skinninu,
ég finn það í loftinu,
það er svo raunverulegt,
að blekkingin er yfirtaka allt.

Gleymskan,
hún kemur með.
Þegar blekkingin bankar uppá,
er gleymskan aldrei langt undan.

Ég veit hvernig það var,
en man það ekki…

Með blekkingunni og gleymskunni fylgir þokan,
sem er djúp og þykk. Þegar hún er komin
kemst þú ekkert út. Ekki strax, ekki fyrr en hún hefur lokið sér við þig.

Samt sem áður, ef maður staldrar við og horfir,
sér maður kannski ljós sannleikans skína dauft í gegn.
En að sjá er ekki að gera, og fljótlega lokar þokan öllu,
og ég ráfa í blekkingu og gleymsku.

Sársaukin kemur í heimsókn en ég man ekki hvað ég á að gera, finnst ég eigi að gera eitthvað annað og held áfram að lifa í þokunni. Sársaukinn eykst, og eykst og þrenningin fær nóg. Hún fer, ég brotna, en hún kemur aftur, hún kemur alltaf aftur, þegar síst þig grunar.

Sársaukinn brýtur mig, sólarljósið skín á mig, hulunni er svipt af mér, og ég lifi.

Þar til hún kemur aftur.

Brotnaðu elsku barn, brotnaðu…