mynd mín af þér
glaðleg og björt
með hvítum kanti
mikið stækkuð
blíðlegt ljós
rósir í bakgrunni
himinblámi
fuglar og ský
bros fyrir miðju

mynd mín af þér
friðsæl og hlý
með kornóttri áferð
brúnir tónar
gylltir litir
ást mín í forgrunni
von mín og trú
draumar og þrár
brotin í miðju