(Þetta er ljóð sem ég sendi inn í ljóðasamkeppni í fyrra og hlaut 1.verðlaun fyrir. Datt í hug að setja það hérna ykkur til ánægju og yndisauka:P )


Lífið // Dauðinn

Ég veit ekki hvað hefur komið yfir mig,
ég geri ekki annað en að hugsa um þig.
Hvað varð um litlu stelpuna sem alltaf brosti,
særindi, svik, lygar og losti….

Hún lærði og kann nú að treysta engum,
það var ekki til þess sem við lífið fengum.
Án trúar á lífið nú ein hún gengur,
ætli hún geti það mikið lengur..?

Því hvað er lífið nema óskrifað blað,
þar til einhver tekur að sér að krassa á það?