Ég syndi á eftir rottunni
hún starir á mig með glyrnum girndarinnar
en fjarlægist mig þó innum holræsið
ég finn agalega skítafýlu
og tárast
en held áfram að elta rottuna
brátt þá næ ég henni
og fer með ennið uppað feldi hennar
þá bregst hún við og öskrar svo undir tekur í holræsinu
og hinar rotturnar iða af illsku
hún gengur uppað mér með slímugt skottið og hrækir út úr sér
einhverju grænu
og bítur mig síðan í vörina og þar vex varta
síðan hastar hún sér í burtu
fólk álítur mig skrýtinn í dag
því ég tala stundum við vörtuna
hún hefur munn og andlit eins og rottan
og ég losna ekki við hana
heldur verð að hlusta
(í morgunn þegar ég vaknaði varstu farinn og skildir hringinn eftir á náttborðinu)
helvítis rottan þín