nú er það loksins búið
nú get ég loksins andað
nú verður ekki aftur heimleiðis snúið

ég hef ekkert að segja um það
ég hef fortíð minni grandað
-en eitthvað heldur mér fast á sama stað

skip mitt hvílir kjurt
á skerjunum strandað
bárurnar megna ekki að bera það burt