Þú mátt vita vinur minn
að dauðinn kemur brátt
bankar fyrst, svo gengur inn
á móti honum þú gerir fátt

Vinur minn ég segi þér
hann kemur til allra manna
stutt hann mun stoppa hér
aðra staði, þarf að kanna

vinur minn ég segir nú
þú gabbar ekki dauðann
staðreyindin hún er sú
að allir óttast kauðann

vinur minn þú sagðir rétt
ég hefði átt að þegja
að hræða dauðann fannst þér létt
og þú munt aldrei deyja

já gungan, hún stökk á braut
vinur minn þú hafði betur
óttann dauðinn sjálfur saup
sjáum svo hvað setur

500 ár hafa liðið fljótt
og enn við lifum í dag
dauðinn ei hefur, að okkur sótt
ég vildi að allt færi í lag