Við Perluna fannstu þér prýðisskjól
og prúðbúin birtist þá morgunsól
og himininn rauði

Við Hallgrímskirkjuna hjarta þitt fann
í hádegi litríka sál sem brann
af hamingjuauði

Við tjörnina ást ykkar tók öll völd
og tilveran reyndist brosa í kvöld
með andanna brauði

En nóttin hún nálgast og sól ei skín
og núna fer ástin og bíður þín
ekkert nema dauði