Án Titils Þú eyðir öllum deginum
úti við gluggann -
með hönd undir kinn
með dreyminn svip
með hann á heilanum

Þú eyðir öllu kvöldinu
hjá honum -
með stjörnur í augunum
með hans hönd í þinni
með fiðrildi í maganum

Þú eyðir allri nóttunni
í uppfylltar þrár -
með forvitni
með efa
með honum

Þú eyðir allri vikunni
án hans -
með spurningar
með undrun
með depurð

Þú eyðir öllum deginum
úti við gluggann -
með hönd undir kinn
með tóman svip
og rauðbólgin augu


Ég er enginn ljóðasnillingur og hef nánast ekkert um þau lært (reglur og fleira), þetta eru bara tilfinningar sem ég varð að koma frá mér…
segið mer endilega hvað ykkur finnst